*

miðvikudagur, 28. júlí 2021
Innlent 3. febrúar 2020 15:45

Veltan jókst 13 mánuðinn í röð

Velta á skuldabréfamarkaði á síðustu 12 mánuðum var um 335 milljörðum meiri en á sama tíma fyrir ári síðan.

Ástgeir Ólafsson

Velta á skuldabréfamarkaði í janúar síðastliðnum nam 135,8 milljörðum króna og jóskt um 10,3% frá sama mánuði í fyrra samkvæmt viðskiptayfirliti Kauphallarinnar fyrir mánuðinn. Er þetta 13 mánuðurinn í röð sem velta eykst á markaðnum miðað við sama mánuð ári áður. Velta á markaðnum á síðustu 12 mánuðum nemur um 1.413 milljörðum sem um 31,2% hærra en á sama tímabili fyrir ári síðan. Þá hefur veltan á 12 mánaða tímabili ekki verið hærri síðan í maí árið 2017.

Sjá einnig: Hagar og Heimavellir hækkuðu mest

Mest velta á markaðnum var með ríkisbréf eða 90,1 milljarður en þar á eftir komu skuldabréf bankanna með 28,7 milljarða. 

Sjá einnig: Veltan jókst um 29 milljarða

Skuldabréfamiðlun Kviku banka var með mestu hlutdeildina í skuldabréfa miðlun í mánuðinum eða 22,1% en þar á eftir kom Íslandsbanki með 17% og Landsbankinn með 15,9%. 

Ávöxtunarkrafa bæði verðtryggðra og óverðtryggðra skuldabréfa lækkaði þó nokkuð í janúar en Aðalvísitala skuldabréfa (NOMXIBB) hækkaði um 1,5% í janúar og stendur í 1.616 stigum. Óverðtryggða skuldabréfavísitala Kauphallarinnar (NOMXINOM) hækkaði um 1,7% og sú verðtryggða (NOMXIREAL) hækkaði um 1,19%.

Stikkorð: skuldabréf Velta