Fjögur stærstu hótelfyrirtæki landsins, Íslandshótel, Flugleiðahótel (Icelandair Hotels), Center Hotels og Kea Hótel, veltu um 29 milljörðum króna á síðasta ári og jókst um veltan um 10% milli ára. Þrátt fyrir aukna veltu dróst afkoma fyrirtækjanna saman milli ára. Samanlagt nam hagnaður fyrirtækjanna tæplega 1,5 milljörðum króna og dróst saman um 28% milli ára.

Íslandshótel er nú stærsta hótelkeðja landsins þegar litið er til veltu en fyrirtækið tók fram úr Flugleiðahótelum á síðasta ári en félögin tvö eru langstærstu hótelfyrirtæki landsins. Velta Íslands-hótela nam 11,2 milljörðum á árinu og jókst um 13,5% milli ára. Hagnaður fyrirtækisins dróst hins vegar saman um 57% og nam 404 milljónum á síðasta ári. Afkoma Íslandshótela á fyrri helmingi þessa árs var þó mun betri en á sama tíma í fyrra. Nam hagnaður tímabilsins 293 milljónum króna samanborið við 53 milljónir á sama tímabili í fyrra.

Flugleiðahótel högnuðust um 248 milljónir árið 2017 en afkoman versnaði um 31% milli ára. Velta ársins nam 10,8 milljörðum og jókst um 6% milli ára. Eins og fram hefur komið hefur Icelandair Group sett hótelstarfsemi sína í opið söluferli.

Center Hotels er þriðja stærsta hótelfyrirtæki landsins en velta þess nam 3,8 milljörðum króna á síðasta ári og jókst um 34 27% milli ára. Center Hotels var eina fyrirtækið af hótelrisunum fjórum sem skilaði betri afkomu árið 2017 frá árinu á undan. Hagnaður félagsins nam 297 milljónum árið 2017 og tæplega sexfaldaðist milli ára.

Kea Hótel, sem er fjórða stærsta fyrirtækið, var það eina þar sem velta dróst saman en hún nam 3,2 millj-örðum árið 2017 sem var 2,6% lægra en árið á undan. Hagnaður Kea Hótela nam 539 milljónum króna á síðasta ári og dróst saman um 166 milljónir milli ára.

Líkt og með marga aðra geira má að hluta skýra versnandi afkomu árið 2017 á þeirri staðreynd að rekstrarkostnaður jókst hraðar en tekjur á árinu. Eins og áður segir námu tekjur hótelfyrirtækjanna 29 milljörðum og jukust  um 10% milli ára. Rekstar-kostnaður þeirra jókst á sama tíma um 13% og nam 23,9 milljörðum króna.

Nánar er fjallað um málið í tímariti Frjálsrar verslunar. Hægt er að gerast áskrifandi með því að senda póst [email protected] .

Fjögur stærstu hótelfyrirtæki landsins, Íslandshótel,

Flugleiðahótel (Icelandair Hotels), Center Hotels og

Kea Hótel, veltu um 29 milljörðum króna á síðasta ári

og jókst um veltan um 10% milli ára. Þrátt fyrir aukna

veltu dróst afkoma fyrirtækjanna saman milli ára.

Samanlagt nam hagnaður fyrirtækjanna tæplega 1,5

milljörðum króna og dróst saman um 28% milli ára.