*

sunnudagur, 1. ágúst 2021
Innlent 13. október 2014 09:21

Veltan jókst á höfuðborgarsvæðinu

Velta á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu nam 4.186 milljónum í síðustu viku.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Veltan á fasteignamarkaði á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku var 4.186 milljónir króna sem er örlítið yfir meðaltali síðustu tólf vikna (4.168 milljónir króna). Veltan í vikunni á undan nam 3.705 milljónum króna. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands.

Alls voru gerðir 132 kaupsamningar og voru 99 samningar um eignir í fjölbýli, 20 samningar um sérbýli og 13 samningar um annars konar eignir en íbúðarhúsnæði.