Velta í viðskiptahagkerfinu jókst um 300 milljarða milli áranna 2014 og 2015, það er ef undan eru skilin lyfjaframleiðsla, fjármála- og vátryggingastarfsemi.

Fór veltan úr 3.400 milljörðum króna í 3.700 milljarða, sem er 6,8% aukning, samkvæmt mælingum Hagstofunnar .

Jókst eigið fé um rúmlega 16% milli áranna 2014 og 2015, og var það í lok síðasta árs 2.600 milljarðar króna. Námu arðgreiðslur ársins 2015 rúmlega 93 milljörðum, sem er aukning um 8 milljarða milli ára.

Eiginfjárhlutfallið jókst um 4% á milli áranna, líkt og það hefur gert á hverju ári að meðaltali frá árinu 2008, og var það 42% í lok ársins 2015. Í lok ársins 2008 var það hins vegar um 13%, en árin þar á undan í kringum 30%.