Hlutabréf skráð í Kauphöll Íslands veltu rúmlega 16,8 milljörðum króna í síðasta mánuði, eða 766 milljónum á dag. Til samanburðar nam veltan með hlutabréf í febrúar rúmlega 3,8 milljörðum, eða 183 milljónum á dag. Hlutabréfaviðskipti, mælt í veltu, jukust því rúmlega fjórfalt milli mánaða.

Í tilkynningu frá Nasdaq OMX Iceland kemur fram að mest viðskipti voru með bréf í Marel, alls um 9,5 milljarðar króna. Velta með bréf Haga nam um 4,8 milljörðum og um 1,3 milljarða velta var með bréf Icelandair Group. Úrvalsvísitalan hækkaði um 6,1% milli mánaða og stendur í 1.040 stigum.

Á aðalmarkaði var Landsbankinn með mestu hlutdeildina, eða 59,3%. Þar á eftir komu Arion banki með 23,4% og Íslandsbanki með 7,9%.

Heildarvelta á skuldabréfamarkaði nam 279 milljörðum í mars. Það samsvarar um 12,7 milljörðum á dag samanborið við 15,4 milljarða veltu í febrúar. Alls námu viðskipti með ríkisbréf 177 milljörðum en viðskipti með íbúðabréf námu 95 milljörðum. Á skuldabréfamarkaði var MP banki umsvifamestur með 21,5% hlutdeild, Landsbankinn var með 20,7% og Íslandsbanki 21,3%