*

mánudagur, 19. apríl 2021
Innlent 21. maí 2017 09:02

Veltir 14 til 17 milljörðum

Töluverð verðmætasköpun er í tengslum við stangaveiði í vötnum og ám hérlendis.

Trausti Hafliðason
Frá opnun veiðinnar í Norðurá síðasta sumar.
Trausti Hafliðason

Heildarumsvifin vegna stangaveiði í ám og vötnum gætu verið á bilinu 14 til 17 milljarðar króna á ári. Þetta kemur fram í svari Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við fyrirspurn Bjarna Jónssonar, varaþingmanns VG.

Var ráðherra spurður að því hvort nýlega hefði verið lagt mat á verðmætasköpun, sem veiði í ám og vötnum stendur undir og þýðingu veiða á vatnafiskum fyrir byggð í sveitum landsins, og ef svo er, hverjar eru meginniðurstöður slíks mats?

„Slíkt mat hefur ekki verið framkvæmt nýlega, en Hagfræðastofnun Háskóla Íslands vann skýrslu árið 2004 að beiðni Landssambands veiðifélaga um efnahagsleg áhrif lax- og silungsveiða á Íslandi," segir í svari Þorgerðar Katrínar. „Sé stuðst við töflu sem þá var sett fram, og tölur úr henni uppreiknaðar til verðlags dagsins í dag, gætu heildarumsvifin verið á bilinu 14 til 17 milljarðar króna. Hafa verður fyrirvara við slíka framreikninga, en áformað mun vera að uppfæra þessa skýrslu og er áætlað að niðurstöður verði kynntar fyrir lok árs."

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.