Velta á matvörumarkaði á Bretlandseyjum hefur vaxið um fimm prósent á þessu ári samkvæmt nýrri úttekt markaðsrannsóknafyrirtækisins TNS og allt útlit er fyrir að afkoman verði góð um jólin.

Að sögn Edward Granier, yfirmanns rannsókna hjá TNS, sker matvörumarkaðurinn sig frá öðrum smásölumörkuðum þar sem er gert ráð fyrir dræmri sölu í aðdraganda jóla. Í úttekt TNS kemur fram að matvörukeðjurnar Tesco, Plc, Asda og WM Morrisson hafi vaxið meira en samkeppnisaðilarnir í ár en talið er að matvörukeðjan Waitrose muni koma sérstaklega vel frá jólavertíðinni þar sem að verslunarkeðjan leggi mikla áherslu á munaðarmatvörur.