Viðskipti í Kauphöll Íslands árið 2006 námu alls 4.484 milljörðum og hefur veltan aldrei verið meiri. Veltuaukning frá fyrra ári er 77%, segir í ársyfirliti frá Kauphöllinni.

Meðalvelta á dag nam 18 milljörðum en var 10,1 milljarðar árið 2005.

Veltuaukningin á hlutabréfmarkaði nam 82% og var 2.192 milljarðar króna en veltuaukningin á skuldabréfamarkaði nam 72% og var 2.274 milljarðar króna. 69% af veltunni má rekja til bankanna fjögurra, Glitni, Kaupþings banka, Landsbankans og Straums-Burðaráss.
Viðskipti innan kauphallar á árinu var 719 milljarðar og er það 165% veltuaukning frá fyrra ári.

Meðalstærð kauphallarviðskipta var 6,2 milljónir en var 4,1 milljónir árið 2005 og 2,7 milljónir 2004.

Fjöldi viðskipta með hlutabréf var 128.123 en var 77.483 allt árið í fyrra.

Velta skuldabréfa fyrirtækja var um 20,9 milljarða króna samanborið við 1,9 milljarða króna árið 2005.


Viðskipti á isec markaði námu 4,2 milljörðum á árinu. Markaðurinn var settur á laggirnar í júlí og varð nú í ársbyrjun 2007 hluti af First North markaði OMX.