*

miðvikudagur, 19. júní 2019
Innlent 3. janúar 2007 17:17

Veltumesta vikan á fasteignamarkaði frá því í maíbyrjun

Ritstjórn
Velta á fasteignamarkaði nam 5,5 milljörðum króna í síðustu viku ársins og er mesta vikuvelta síðan í byrjun maí síðastliðnum og tvöföld velta sömu viku árið 2005, að sögn greiningardeildar Landsbankans.

"Fjöldi kaupsamninga var þó með lægra móti í vikunni eða 127 en meðalfjöldi kaupsamninga á viku á árinu var 143. Meðalupphæð hvers samnings var því með mesta móti eða 44 milljónir króna, en fyrir árið í heild var meðalupphæðin um 27 milljónir króna,? segir greiningardeildin.

Sveiflur á fasteignmarkaði eru miklar á milli vikna og er því marktækara að skoða lengra tímabil. ?Tólf vikna ársbreyting meðalveltu hefur minnkað undanfarið en mestur varð samdrátturinn 33% í byrjun október síðastliðnum. Samdrátturinn nemur nú 8% milli ára og er meðalvelta síðustu tólf vikna rúmlega fjórir milljarðar króna,? segir greiningardeildin.
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is