Velta á millibankamarkaði það sem af er árinu er þegar orðin meiri en heildarvelta 2006, samkvæmt því sem segir í Vegvísi Landsbankans. Velta frá janúar til nóvember í ár nemur 4.533 milljörðum króna og er 140 miljörðum króna hærri en allt árið í fyrra.

Árið 2001 nam velta á millibankamarkaði með gjaldeyri 1.218 milljörðum króna og var það veltumesta ár frá upphafi. Í Vegvísinum segi að bæði árin 2005 og 2006 hafi einkennst af enn meiri veltu en á milli áranna 2005 og 2006 tvöfaldaðist veltan. Haustið 2005 markaði upphaf jöklabréfaútgáfu en ljóst er að aukinn áhugi erlendra aðila hefur valdið aukningu á veltu með íslenskar krónur.