Vendipunktinum er náð í norska hagkerfinu og draga þarf út útgjöldum. Þess verður að gæta að dæla ekki svo miklu fjármagni inn í hagkerfið að vextir gætu hækkað meira árið 2012 en Noregsbanki hefur gert ráð fyrir. Þetta sagði Jens Stoltenberg, forsætisráðherra, í ræðu sinni á árlegri ráðstefnu norsku ríkisstjórnarinnar um fjárlögin í Thorbjörnrud.

„Það er góður gangur í hagkerfinu og Noregur hefur komist betur í gegnum krísuna en margar aðrar þjóðir,“ sagði Stoltenberg að sögn Dagens Næringsliv. „Nú ríður á að draga úr peningaeyðslunni til þess að draga úr vaxtaþrýstingnum og tryggja störf í samkeppnisgreinum,“ bætti hann við.