Efnahagsástandið í Venesúela hefur átt betri stundir en um þessar mundir, nú eru íbúar Venesúela farnir að nota seðla sem servíettur. Reddit notandi setti inn mynd í gær af manni að nota 2 bolivar seðli til að halda á empanada vegna þess að ódýrara er að nota seðilinn en að kaupa servíettu. Þessu greinir Business Insider frá.

Samkvæmt bönkum Venesúela var seðillinn um 40 íslenskra króna virði. Á svarta markaðnum þar sem ástandið er mun verra getur einn Bandaríkjadali kostað 676,9 bolivars. Sem þýðir að þessi 2 bolivars seðill var minna virði en þriðjungur af senti eða 0,4 íslenskra krónu virði.

Virði bolivars hefur farið hríðfallandi undanfarið, í maí á þessu ári kostaði 1 Bandaríkjadali 300 bolivars en nú kostar hann tvöfalt það. Gríðarleg verðbólga liggur í landinu og mælist nú 68,5%. Sérfræðingar telja þó að raunveruleg verðbólga sé meiri, bendir einn þeirra á að verðbólgan sé líklega um 808%.

Ein aðalástæða þess að gengi bolivars er að falla er sú að Venesúela flytur út mikið af olíu og vegna hruns heimsmarkaðsverðs á olíu er landið með gífurlega áhættumiklar skuldir og er líklegt að greiðslufall geti orðið í landinu.