Venesúela er það land í heiminum sem býr yfir stærstu olíulindum í heimi. Samkvæmt Wikipedia nema olíulindir landsins um það bil 20% af þekktum olíulindum heimsins. Talið er að lindirnar nema í heildina um það bil 298 milljörðum tunna af hráolíu.

Þrátt fyrir þessar miklu olíulindir er landið nú að flytja inn olíu frá Bandaríkjunum. Ástæða innflutningsins er sú að hráolía frá Venesúela er mjög þung og erfitt að hreinsa til notkunar. Venesúela hefur því tekið upp á því að flytja inn olíu til að blanda við þá olíu sem er unnin í landinu áður en hún er flutt úr landi til olíuhreinsunarstöðva. Sú meðferð er ódýrari heldur en að vinna olíuna beint. Venesúela hefur áður flutt inn olíu frá Rússlandi, Angóla og Nígeríu.

Bandaríkin afléttu í desember sl útflutningsbanni á olíu, en bannið var sett til að gera Bandaríkin sjálfstæð í olíunotkun. Þrátt fyrir pólitíska spennu þá var ríkis-olíufyrirtæki Venesúela fljótt að grípa tækifærið og flytja inn olíu frá Bandaríkjunum.

Lágt olíuverð hefur farið afar illa með efnahag Venesúela, en stór hluti tekna ríkisstjórnarinnar kemur frá vinnslu og sölu á olíu. Líkur eru á því að mikill samdráttur verði í efnahag landsins á þessu ári.

CNN greinir frá.