Venesúela missti af öðrum gjalddaga á skuldum sínum samkvæmt alþjóðlega matsfyrirtækinu S&P. Þær fréttir þykja nú auka enn á ótta fjárfesta um að ríkið muni ekki geta greitt af lánum sínum í ár en meira en 9 milljarðar dala munu falla á gjalddaga á árinu að því er kemur fram á vef The Wall Street Journal.

Matsfyrirtækið sagði að Venesúela hefði ekki greitt 35 milljónir dala í vaxtagreiðslu sem fallið hafði á gjalddaga fyrir mánuði síðan. Ríkisstjórnin og ríkisrekna olíufélag Venesúela hefur nú mistekist að greiða 1,28 milljarð dala af lánum sínum í heildina samkvæmt fjárfestingarfélaginu Caracas Capital.

S&P skilgreinir vangoldnu greiðslurnar sem gjaldþrot en það telur einnig helmingslíkur á að ríkið muni ekki koma til með að greiða af lánum sínum sem falla á gjalddaga á næstu þremur mánuðum.