Íbúar Venesúela eru reiðir út í bandaríska fjárfestingabankann Goldman Sachs eftir að greint var frá því að Goldman hefðu keypt skuldabréf ríkisolíufyrirtækis Venesúela eins og Viðskiptablaðið greindi frá í gær.

Julio Borges leiðtogi stjórnarandstöðunnar á þingi Venesúela hefur sent bréf á forstjóra Goldman, Lloyd Blankfein þar sem hann lýsir áhyggjum og reiði vegna kaupa bankans á skuldabréfunum. „Það er augljóst að Goldman Sachs hafi ákveðið að ná skjótfengnum gróða á þjáningum fólksins í Venesúela." segir í bréfi Borges. Venesúelar búsettir í New York boðuðu í gær til mótmæla fyrir framan höfuðstöðvar Goldman Sachs í New York.

Goldman hefur svarað ásökunum á þann veg að þeir hafi keypt bréfin þar sem þeir vonast til þess að ástandið í Venesúela batni. Bankinn segir að þeir hafi keypti bréfin af ónefndum seljanda og átti aldrei í samskiptum við ríkisstjórn Venesúela.