Saklausir borgarar, bæði Bandaríkjamenn og aðrir, voru mun frekar rannsakaðir af Bandarísku þjóðaröryggisstofnuninni (NSA) heldur en grunaðir aðilar. Þetta kemur fram í frétt Washington Post sem byggð er á fjögurra mánaða rannsókn blaðsins á nýjum gögnum frá Edward Snowden. Níu af hverjum tíu sem NSA rannsakaði voru ekki grunaðir einstaklingar samkvæmt fréttinni.

Í fréttinni segir að blaðamenn Washington Post hafi farið í gegnum gögn innihéldu um 160.000 tölvupóstsamskipti og önnur netskilaboð auk 7.900 annarra rafrænna skjala. Í fréttinni er einnig fullyrt að NSA hafi safnað mikilvægum upplýsingum er varða þjóðaröryggi Bandaríkjanna en blaðamenn Washington Post kjósa að halda efnisatriðum þeirra leyndum.

Á meðal þess sem NSA hafði upp úr rannsókn sinni voru nýjar upplýsingar um erlent kjarnorkuverkefni, svikráð bandamanna Bandaríkjanna auk upplýsinga um tölvuhakkara sem ráðist hafa á bandarísk tölvukerfi.