Verð á áli hefur hækkað um 34% það sem af er þessu ári, að miklu leiti vegna raskana á framleiðslu í Kína og Suður Afríku.

Í Kína olli versta vetrarveður í 50 ár rafmagnsleysi sem truflaði álframleiðslu og í Suður Afríku veldur skortur á raforku því að álver fá ekki næga orku til að skila fullum afköstum.

Hækkun álverðs endurspeglar einnig verðhækkun á aðföngum s.s. raforku, báxíti og súráli. Þá hafa veiking Bandaríkjadals og slæmar verðbólguhorfur valdið mikilli ásókn fjárfesta í ýmsar hrávörur, ekki síst málma.

Síðast en ekki síst er búist við mikilli spurn eftir áli í Kína á næstunni vegna truflana á framleiðslu þar og er jafnvel talið að Kína, stærsti álframleiðandi heims, muni flytja meira inn en út af áli á þessu ári.

Þetta kemur fram í morgunkorni Glitnis