Verð á atvinnuhúsnæði hefur lækkað um 52% að raunvirði, þ.e. að teknu tilliti til verðbólgu, að því er fram kemur í Peningamálum Seðlabanka Íslands. Líklegt er að verð á atvinnuhúsnæði muni lækka enn frekar, segir í Peningamálum.

„Miðað við það framboð sem til er af atvinnuhúsnæði má ætla að enn sé talsvert í að jafnvægi skapist á þessum markaði. Hins vegar hefur fjöldi leigusamninga ekki dregist saman í sama mæli og fjöldi kaupsamninga. Aukið vægi leigusamninga kann þannig, að hluta til, að vera til komið vegna skerðingar veðhæfis eigna fyrirtækjageirans sem varð í kjölfar bankahrunsins."

Fasteignaverð íbúða hefur lækkað um 35% að raunvirði síðan það var hæst, um mitt ár 2007.