Verð á gulli hækkaði á markaði í dag og kostar únsan nú um 1.366 dollara. Hækkunin í dag er rakinn til þess að Seðlabanki Bandaríkjanna gaf í skyn að leggja þyrfti bandarískum efnahag til aukið fé.

Þá hefur verð á silfri ekki verið hærra á mörkuðum í 30 ár.