Hráolíuverð náði nýjum hæðum í dag og fór verð á tunnu í 97 Bandaríkjadali. Samkvæmt frétt á vef Financial Times hefur hátt verð á olíu og veik staða Bandaríkjadals orðið þess valdandi að verð á gulli hefur hækkað mikið undanfarið og ekki verið hærra í 28 ár eða 820 Bandaríkjadalir fyrir únsuna.