Verð á hráolíu hefur lækkað um nærri tvo Bandaríkjadali það sem af er degi og að sögn Reuters fréttastofunnar má rekja lækkunina til stýrivaxtalækkana margra að stærstu seðlabönkum heims fyrr í dag.

Tunnan af hráolíu kostar nú 88,2 dali á mörkuðum á Wall Street og hefur lækkað um 1,86 dali.

Brent olían í Lundúnum kostar nú 83,6 dali.

Hæst fór verðið á hráolíu í 147,27 dali í júlí síðastliðnum.