Verð á laxi hefur lækkað á erlendum mörkuðum síðustu vikur, segir greiningardeild Íslandsbanka.

Ástæðan er að hluta til mikið framboð. Auk þess hefur verð á afurðum lækkað á síðustu vikum í kjölfar þess Rússar hættu að flytja inn ferskar laxaafurðir frá Noregi.

Enn fremur hafði neikvæð umfjöllun um eldislax í bandarískum vísindatímaritum fyrir jólin þau áhrif að eftirspurn minnkaði, segir greiningardeildin.

Meðalverðið á útfluttum ferskum laxi frá Noregi er 11% lægra en í byrjun desember. Sveiflur voru miklar á nýliðnu ári, þótt meðalverðið hefði verið mjög hátt í sögulegu ljósi.

Verðlækkunin síðustu vikur er jákvæð fyrir SÍF þar sem dótturfyrirtæki þess, Labeyrie, SIF France og Vensy eru stórir kaupendur á laxi, m.a. frá Noregi, segir greiningardeild Íslandsbanka.