Verð á nautakjöti til bænda hefur verið að hækka jafnt og stöðugt hjá sláturahúsunum. Þann 1. nóvember tekur gildi ný verðskrá hjá Sláturhúsi KVH, en þar hafa verð hækkað um um það bil 2%. Kaupfélag Skagfirðinga hækkar einnig verð svo um munar um mánaðamótin, en þeir greiða nú hæstu verð fyrir nautin.

Þann 12. október síðastliðinn hækkaði Norðlenska afurðaverð til bænda. Gildir þessi hækkun í öllum flokkum en kálfaflokkarnir hækka þó einna mest.