Verð á gúmmívörum, svo sem smokkum, dekkjum og gúmmíhönskum, hefur hækkað um 65% á síðustu mánuðum vegna uppskerubrests í Suðaustur-Asíu. Veðurfar og flóð vegna mikillar rigningar hefur valdið uppskerubrest.

Verð á gúmmíi hefur þrefaldast á síðustu tveimur árum. Samhliða uppskerubrests nú mun kostnaður við framleiðslu hækka enn frekar og hlutabréfaverð framleiðanda lækkað.

Í frétt Telegraph segir að stórir framleiðendur vari nú við hækkandi verði. Félögin Bridge-Continentals, Michelin og Goodyear hafa þegar brugðist við með verðhækkunum á afurðum sínum.

Á markaði er verð á gúmmíi nálægt sínu hæsta sögulega gildi. Eftirspurn dróst nokkuð saman í kjölfar efnahagskreppunnar en hefur tekið við sér að nýju.