Hlutabréf á markaði í Evrópu lækkuðu í fyrsta sinn í fjóra daga í dag. Lækkunin kom í kjölfar vonbrigða fjárfesta með afkomu Dassault Systemes SA, UPS SG og Royal KPN NV auk þess sem hlutabréf fyrirtækja í námu- og orkuiðnaði lækkuðu.Lækkunin í Dassault Systemes, sem framleiðir m.a. hugbúnað fyrir Toyota, er sú mesta í rúm fjögur ár, verð á bréfum í UBS hefur ekki verið lægra í sex viku og hollenska símafyrirtækið KPN leiddi lækkun símafyrirtækja í álfunni. Rio Tinto Group, Antofagasta Plc og Saipem SpA lækkuðu einnig í verði.