Olíuverð hækkaði aftur upp fyrir 130 Bandaríkjadala markið í dag eftir að viðræður við Íran um olíumál um helgina skiluðu engri niðurstöðu. Einnig spilar inn í að talið er að fellibylurinn Dolly muni fara yfir olíunámusvæði í Mexíkó á næstu dögum.

Olía hefur ekki lækkað jafn mikið á einni viku og í síðustu viku síðan 1983. Um hádegi í dag var verð á olíutunnu á Bandaríkjamarkaði komið ipp í 131,5 dal. Síðan þá hefur það lækkað örlítið aftur og þegar þetta er skrifað um klukkan hálfþrjú að íslenskum tíma kostar olíutunnan 129,4 Bandaríkjadali og hefur hækkað um 0,4% í dag.