Vera Dagsdóttir hefur tekið við sem framkvæmdastjóri ÍMARK, samtaka íslensks markaðsfólks, fyrir starfsárið 2021-2022 á meðan Þóra Hrund Guðbrandsdóttir fer í barneignarleyfi.

Vera hefur yfir átta ára reynslu af stjórnun fyrirtækja en hún stýrði um tíma rekstri fiskverkunar- og heildsölufyrirtækisins Hafið fiskverslun. Vera kom að uppbyggingu og mótun fyrirtækisins en hún starfaði þar lengst af sem fjármálastjóri í fimm ár.

Vera stundar MBA nám við Háskólann í Reykjavík, er með BA gráðu í stjórnmálafræði og diplómu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.

Þá var stjórn ÍMARK fyrir starfsárið 2021-2022 valin á aðalfundi félagsins í júní síðastliðnum og er skipuð eftirfarandi aðilum:

  • Andri Már Kristinsson, formaður ÍMARK og meðeigandi hjá Digido
  • Anna Fríða Gísladóttir, herferðar- og vörumerkjastjóri hjá BioEffect
  • Árni Reynir Alfreðsson, markaðsstjóri Byko
  • Guðlaugur Aðalsteinsson, cirkusstjóri hjá Cirkus
  • Hildur Björk Hafsteinsdóttir, markaðsstjóri Símans
  • Katrín M. Guðjónsdóttir, markaðsstjóri Men&Mice
  • Sigríður Theódóra Pétursdóttir, aðstoðarframkvæmdastjóri Brandenburgar

Þær breytingar urðu á stjórn félagsins að Sigríður Theódóra Pétursdóttir kemur ný inn en Edda Hermannsdóttir, markaðsstjóri Íslandsbanka, fer í tímabundið leyfi frá stjórnarstörfum þetta starfsár.

Stjórn ÍMARK, starfsárið 2021-2022
Stjórn ÍMARK, starfsárið 2021-2022
© Aðsend mynd (AÐSEND)

Stjórn og starfsmenn ÍMARK.