Bresk samkeppnisyfirvöld hyggjast aflétta verðþaki sem sett var á innheimtu þjónustugjalda fjögurra stærstu banka landsins - Barclays, Royal Bank of Scotland, Lloyds og HSBC - árið 2002. Verðþakið beindist að þeim gjöldum sem bankarnir innheimtu vegna þjónustu við meðalstór og lítil fyrirtæki. Samkeppnisyfirvöld segja hins vegar nú að markmið þeirrar ákvörðunar hafi skilað sér og öðrum fjármálafyrirtækjum hafi tekist að ná til sín hluta af markaðinum.