*

mánudagur, 20. janúar 2020
Erlent 16. júní 2008 07:30

Verðandi ríkisborgarar svindla á prófi með Bluetooth

Breskir innflytjendur nýta sér hátækni við að öðlast ríkisborgararétt

Ritstjórn

Þráðlaus eyrnastykki sem byggja á Bluetooth-tækni eru notuð til að svindla á breskum ríkisborgaraprófum, samkvæmt frétt Guardian. Yfirsetufólk prófanna hefur nú verið varað við notkun þessa hátæknibúnaðar, sem próftakar fela undir heyrnatólum. Í gegnum tækið getur utan að komandi aðili hlustað á spurningar og kjaftað svörunum í próftakann.

Í frétt Guardian segir að oft geti verið erfitt að koma auga á þennan litla hlustunarbúnað undir heyrnatólum.