Hækkandi eldneytisverð var drífandi þáttur í verðlagshækkunum í maí. Verðlagshækkun hefur ekki verið hraðari í sex ár, en verðbólga mældist 0,6% í síðasta mánuði.

Kjarnaverðbólga reyndist hins vegar lítil í maí, sem sló á verðbólguótta fjárfesta. Kjarnaverðbólga er verðbólga sé litið fram hjá orku- og matvælaverði, en sú mæling hækkaði um 0,2% í mánuðinum. Reuters segir frá þessu í dag.

Væntingar bandarískra neytenda til almennrar efnahagsframvindu hafa ekki verið lægri í 28 ár. Lítillega hefur dregist úr verðbólguvæntingum til skamms tíma, en langtímavæntingar eru í 13 ára hámarki sínu.