Vísitalan byggingarkostnaðar, reiknuð eftir verðlagi í nóvember, hækkaði um 0,23% frá fyrra mánuði, að því er fram kemur í frétt frá Hagstofunni. Þetta jafngildir að verðbólga, umreiknað til 12 mánaða, sé um 2,7%.

Vísitalan er 355,2 stig og gildir fyrir desember. Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala byggingarkostnaðar hækkað um 12,2%.

Hækkunin á milli október og nóvember er minnsta hækkun vísitölunnar frá því í mars síðastliðnum.