Vísitala neysluverðs hækkað umfram væntingar í júní og er nú komin mjög nálægt efri þolmörkum Seðlabanka Íslands. Ef að hún rýfur efri þolmörkin á næstu mánuðum verður Seðlabankinn að gera ríkisstjórn Íslands sérstaka grein fyrir ástæðum þess. 12 mánaða verðbólga mældist 3,9% í júní. Það sem helst skýrir hækkun umfram væntingar var að verðbólga á húsnæðismarkaði virðist aftur vera að taka við sér eftir að hafa hjaðnað nokkuð síðustu mánuði. Tveggja mánaða hækkun á ársgrundvelli nemur núna 29%. Aðrar markverðar breytingar á vísitölunni voru þær að verð á bensíni og gasolíu hækkaði um 6,1% og Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 0,7%.