Verðbólga á Bretlandi lækkaði verulega í júlímánuði og mældist í fyrsta skipti í fimmtán mánuði undir 2% verðbólgumarkmiði Englandsbanka. Á ársgrundvelli mældist verðbólgan 1,9% í mánuðinum, en í júní hafði hún mælst 2,4%. Þessi snarpa lækkun á milli mánaða kom greiningaraðilum mjög á óvart. Sérfræðingar telja nú mjög ósennilegt að Englandsbanki hækki stýrivexti úr 5,75% í 6% á þessu ári, eins og margir höfðu áður spáð.