Tólf mánaða verðbólga hefur ekki mælst minni á Evrusvæðinu síðan í febrúar 2004, en í október mældist hún 1,6%, en var 1,7% í september og er það er í takt við spár greiningaraðila, segir í frétt Dow Jones.

Verðbólgan er að færast fjær markmiðum evrópska seðlabankans, sem er "nálægt, en undir 2%," og er því talið að hann eigi erfitt með að réttlæta frekari stýrivaxtahækkanir.

Bankinn hefur hækkað vexti sína fimm sinnum síðan í desember 2005, og eru þeir nú 3,25% og telja greiningaraðilar að bankinn muni hækka vexti um 25 prósentustig nú í desember.