Nú mælist verðbólga á ný á evrusvæðinu eftir verðhjöðnun s.l. sjö mánuði.

Samkvæmt nýjum tölum frá evrópsku hagstofunni Eurostat mælist 12 mánaða verðbólga nú 0,5% sem er eilítið minna en flestir greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir.

Samkvæmt frétt Reuters lítur Seðlabanki Evrópu á þetta sem jákvæðar fréttir, með ásættanlegri verðbólgu minnki hættan á verðhjöðnun. Verðhjöðnun getur haft þau áhrif að neytendur hætta að kaupa vörur í þeirri von að þær lækki enn frekar í verði. Við það fellur einkaneysla niður sem hefur slæm áhrif á hagkerfið, s.s. aukið atvinnuleysi.

Verðbólgan eykst helst í Frakklandi, Þýskalandi og á Spáni. Hins vegar er verðhjöðnun á Ítalíu. Í öllum 27 ríkjum Evrópusambandsins (aðeins 16 ríki nota evru) mældist verðbólgan 1% í nóvember, samanborið við 0,5% í október.