Verðbólga á OECD-svæðinu var 3,4% á ársgrundvelli í febrúar 2008. Í janúar var hún 3,5% á ársgrundvelli. Verð hækkaði um 0,3% í febrúar samanborið við 0,2% í janúar.

Á ársgrundvelli hækkaði verð á orku um 13,9% í febrúar, samanborið við 13,7% í janúar. Matarverð hækkaði á ársgrundvelli um 4,9% í febrúar en um 5,1% í janúar.

Ef matur og orka eru ekki tekin með í reikninginn var verðbólga 2% á ársgrundvelli í febrúar, líkt og í janúar.

Nálgast má nánari tölfræðilegar upplýsingar um verðbólgu innan OECD á excel skjali á heimasíðu OECD.