Verðbólga á Spáni var 5,3% í júlí og hefur ekki verið hærri í 15 ár. Verðbólgan mældist 5% í júní, en það er hækkun matar- og eldsneytisverðs sem keyrir hana áfram.

Flutnings- og ferðakostnaður hækkaði um 10,6% í júlí síðastliðnum, samanborið við sama mánuð ársins 2007. Matarverð hefur hækkað um 7% milli ára.

Spænska verðbólgan er nokkuð meiri en að meðaltali á evrusvæðinu, þar sem hún er 4,1%. Fjármálaráðherra Spánar, Pedro Solbes, segist telja að verðbólgan fari undir 4% í lok þessa árs, þar sem olíuverð hefur lækkað.