Vísitala neysluverðs í nóvember er 248 stig og lækkað hún um 0,16% frá fyrra mánuði, samkævmt upplýsingum frá Hagstofu Íslands. Vísitala neysluverðs án húsnæðis lækkaði um 0,43% á sama tímabili.

Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitalan hækkað um 4,2%, segir í frétt Hagstofunnar, er verðbólga því yfir efri þolmörkum Seðalabanka Íslands, sem eru 4%. Greiningardeildir bankanna spá því að Seðlabankinn hækki stýrivexti í desember til að ýta verðbólgunni undir þolmörkin. Vístitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 0,7% síðustu tólf mánuði.

Talið er að væntanleg stýrivaxtahækkun muni styrkja krónuna enn frekar og að skuldabréfaútgáfa erlendra aðila í íslenskum krónum muni halda áfram þar sem vaxtamunur við útlönd eykst.

Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,0% sem jafngildir 8,1% verðbólgu á ári (7,2% verðbólga fyrir vísitöluna án húsnæðis).

Vísitala neysluverðs í nóvember 2005gildir til verðtryggingar í desember 2005. Vísitala fyrir eldri fjárskuldbindingar, sem breytast eftir lánskjaravísitölu, er 4.897 stig fyrir desember 2005.