Verðlag hækkar nú hratt á evrusvæðinu. Í maí var verðbólga á ársgrundvelli 3,7%. Verðbólga í mánuðinum áður var 3,6%. Børsen greinir frá þessu í dag.

Leita þarf aftur til ársins 1992 til að finna viðlíka verðbólgu. Hækkun í maí milli ára nemur 0,6%. Verðlagsþróun á evrusvæðinu er í samræmi við spár þeirra sérfræðinga sem Bloomberg ræðir við.

Verðlagshækkunina má ekki síst rekja til hækkandi heimsmarkaðsverðs á hrávörum og eldsneyti. Talið er líklegt að Seðlabanki Evrópu muni hækka vexti við næstu ákvörðun sína.

Hæsta verðbólgan á evrusvæðinu er í Lettlandi (17,7%), Búlgaríu (14%), Litháen (12,3%) og Eistlandi (11,4%).

Holland (2,1%) og Portúgal (2,8%) státa af minnstu verðbólgunni í þetta skiptið.