Verðbólga í Indlandi á árinu fram til 26. júlí síðastliðinn er 12,01%, en mældist viku áður 11,98%.

Stýrivaxtahækkanir indverska seðlabankans hafa lítið dugað til að slá á verðbólgu sem keyrð er áfram af hækkandi matar- og hrávöruverði.

Greiningaraðilar telja að verðbólga á Indlandi muni aukast meira áður en hún fer að hjaðna á næsta ári.

Talið er að hún muni ná hámarki í u.þ.b. 14% seinna á þessu ári.

Stýrivextir voru hækkaðir á Indlandi þrisvar sinnum í júlí. Þær hækkanir hafa lítil áhrif haft, samkvæmt frétt BBC.