Neysluverð hækkaði um 0,4% milli mánaða í janúar, samkvæmt tölum frá Vinnumálastofnun Bandaríkjanna. Sé litið framhjá matar- og orkuverði hækkaði verðlag um 0.3%.

Nýframkvæmdir eru í lágmarki, og hafa ekki verið jafn smáar í sniðum í 16 ár, að því er kom fram hjá viðskiptaráðuneytinu vestra.

Verðbólguþrýsingurinn kemur á afar slæmum tímapunkti þar sem ótti um samdrátt hefur gert vart við sig víða, og gerir starf seðlabankastjóra án efa nokkuð erfiðara. Þessar nýju upplýsingar þýða að bandaríski seðlabankinn þarf að öllum líkindum að íhuga skarpar vaxtahækkanir þegar hagkerfið réttir sig af.