Verðbólga á Indlandi nálgast nú 12%, en heildsöluverð í landinu hækkaði um 11,9% í júnímánuði og hefur ekki hækkað meira á einum mánuði frá því að mælingar hófust árið 1995.

Verðbólga hefur þrefaldast á Indlandi á undanförnum 6 mánuðum. Hækkandi matar- og eldsneytisverð er það sem helst veldur.

Iðnaðarframleiðsla jókst um 3,8% í Indlandi í maí miðað við sama mánuð árið 2007. Í apríl jókst hún um 6,2% frá fyrra ári. Þessi samdráttur í vexti framleiðslu er til kominn vegna þess að framleiðendur draga nú saman seglin vegna minnkandi einkaneyslu.

Stýrivextir á Indlandi eru nú 8,5%.