Verðbólga lækkaði hratt á evrusvæðinu í ágústmánuði. Verðlag í fimmtán ríkjum evrusvæðisins lækkaði um 0,1% í mánuðinum.

Verðbólgan er því 3,8% á ársgrundvelli en hún mældist 4% í mánuðinum á undan.

Kjarnaverðbólga, sem tekur ekki til orku, matvæla, áfengis og tóbaks, mældist 0,3% í mánuðinum og er því 1,9% á ársgrundvelli.

Þessi þróun kann að valda stefnusmiðum Evrópska seðlabankans áhyggjum þar sem um er að ræða aukningu frá mánuðinum á undan og þróunin getur jafnframt bent til þess að svokölluð eftiráhrif hækkunar á heimsmarkaðsverði á orku og annarri hrávöru séu að koma í ljós.