Samkvæmt nýjum mælingum Hagstofunnar hækkaði vísitala neysluverðs um 0,04% frá fyrri mánuði. Vísitala neysluverðs mælist nú 266,2 stig en Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 245 stig og helst óbreytt frá því í nóvember. Greiningaraðilar höfðu gert ráð fyrir 0,1 til 0,2% hækkun í desember. Tólf mánaða verðbólga mælist nú 7% og hefur lækkað skart undanfarna mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis hefur hækkað um 5,6% á sama tímabili.

Samkvæmt tilkynningu Hagstofunnar hækkaði verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 1,5% (vísitöluáhrif -0,1%). Þá hækkaði verð á nýjum bílum um 2,0% (0,13%).