Vísitala neysluverðs í Bandaríkjunum hækkaði um 1,1% í júní, sem þýðir að verðbólga á ársgrundvelli í mánuðinum var 5%. Í maí var hún 4,2%.

Búist var við að vísitalan myndi hækka um 0,7%, samkvæmt frétt Telegraph. Hækkunin var að mestu drifin áfram af eldsneytisverðshækkun um 6,6%.