Tólf mánaða verðbólga í Bretlandi mældist 3% í desember, samanborið við 2,7% í nóvember, segir í frétt Dow Jones.

Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,6% á milli mánaða, en greiningaraðilar höfðu spáð 0,5% hækkun.

Seðlabankastjórinn, Mervyn King, rétt slapp því við bréfskriftir við fjármálaráðherra Bretlands, Gordon Brown, en ef að verðbólga mælist meira en 1% hærri en verðbólgumarkmið seðlabankans, sem er nú 2%, er seðlabankastjóra skylt að skrifa fjármálaráherra bréf þar sem gera þarf grein fyrir ástæðu verðbólguhækkunarinnar og þeim ráðstöfunum sem bankinn muni grípa til.