Eins og greint var frá í morgun mælist 12 mánaða verðbólga í júní 12,7% en vísitala neysluverðs (VNV) miðað við verðlag í maí hækkaði um 0,9% frá fyrri mánuði.

Á myndinni hér til hliðar má sjá verðbólguspár greiningadeildanna ásamt 12 mánaða verðbólgu í júní.

Greiningadeildir bankanna höfðu spáð fyrir um hækkun vísitölu neysluverðs eins og venja er.

Greiningadeild Landsbankans spáði því að VNV myndi hækka um 1,2% í júní og 12 mánaða verðbólga yrði því 13,1%.

Greiningadeild Kaupþings spáði 1,1% hækkun VNV og 12 mánaða verðbólga yrði því 13%.

Þá spáði Greining Glitnis aftur á móti að VNV myndi hækka um 0,6% í júní og 12 mánaða verðbólga yrði því 12,4%.