Verðbólga á ársgrundvelli mældist 3,4% í OECD ríkjunum í apríl á þessu ári en var 3,5% í mars síðastliðnum.

Þetta kemur fram í verðbólguskýrslu sem OECD kynnti í dag.

Mest var hækkunin á orku og eldsneyti eða um 12,4% en lækkar þó milli mánaða því sami flokkur hafði hækkað um 13,3% í mars. Matarverð hækkaði um 5,7% en hafði hækkað um 5,1% í mars. Séu matar- og eldsneytisverð undanskilin hækkaði neysluvísitalan um 2% í apríl.

Á evrusvæðinu hækkaði neysluvísitalan í apríl um 3,3% á ársgrundvelli en 0,3% milli mánaða

Í Bandaríkjunum hækkaði neysluvísitalan um 3,9% á ársgrundvelli og í Japan um 0,8%.