Verðbólga lækkaði annan mánuðinn í röð á Evrusvæðinu, og er nú 2,3% samkvæmt hagstofu Evrópusambandsins, verðbólgan var 2,4% í júlí, segir í frétt Dow Jones.

Verðbólgan er þó enn yfir markmiðum seðlabankans sem er um 2%, talið er því að bankinn muni hækka stýrivexti frekar með haustinu.

Talið er að lækkandi orkuverð í aðildarríkjum sambandsins valdi verðbólgulækkuninni.