Neysluverðsvísitala lækkaði innan OECD ríkjanna í ágúst, vísitalan lækkaði úr 3,1% niður í 3% og er það annar mánuðurinn í röð sem hún lækkar, segir í frétt Dow Jones.

Neysluverð hækkaði um 0,2%, samanborið við 0,1% hækkun í júlí. Verðbólgan lækkaði vegna hægingar á hækkun orkuverðs, en það hækkaði um 11,6% á ársgrundvelli í ágúst, en 14,3% í júlí.

Verðbólga var hæst í Tyrklandi, eða 10,6%.